ALLIR LESA 
- Vertu með -

Næsta keppni verður 27. janúar til 19. febrúar 2017

Allir lesa á þorranum!

 

Lestur gerir lífið skemmtilegra

Allir lesa - landsleikur í lestri, gengur út á að skrá lestur á einfaldan hátt og halda þannig eigin lestrardagbók. Næsti landsleikur í lestri verður á þorranum líkt og áður eða frá 27. janúar, til konudagsins 19. febrúar 2017. Keppt er í liðum og mældur sá tími sem liðin verja í lestur. Í lokin eru sigurlið heiðruð með viðurkenningum og verðlaunum. Sú nýbreytni verður í ár að hægt verður að keppa sem einstaklingur líka. Svo nú verður ljóst hver er aðal lestrarhestur landsins. 

Allar tegundir bóka eru gjaldgengar. Það skiptir ekki máli hvernig bækur þú lest eða hvort þú lest prentaðan texta, rafbók eða hljóðbók. Hér er átt við allar bækur sem innihalda til dæmis skáldskap, fræði, skýrslur eða eitthvað allt annað. Lestu þér til ánægju um leið og þú keppir í lestri. 

Fyrir hvern er leikurinn?

Allir geta myndað lið, til dæmis á vinnustaðnum, í saumaklúbbnum, vinahópnum eða með fjölskyldunni. Foreldrar sem lesa fyrir ung börn sín eru sérstaklega hvattir til að mynda lið með börnunum og skrá lesturinn. Einn aðili, liðsstjórinn, stofnar lið inn á vefnum og bætir öðrum liðsmönnum í liðið. Aðrir geta einnig fundið liðið og gengið í það. Þau lið sem verja mestum tíma í lestur standa uppi sem sigurvegarar.

 Aðstandendur Allir lesa eru: Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg Unesco.

Samstarfsaðilar eru Mennta- og menningarmálaráðuneytið og ÍSÍ.

- Notkunarskilmálar Allir lesa-

Hafðu samband

Algengar spurningar 

Hverjir mega taka þátt?

Allir lesa er, eins og nafnið gefur til kynna, öllum opið. Hver sem er getur fundið sér lið og tekið þátt. Hægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur.

Hvernig skrái ég mig?
Á forsíðu er smellt á hnappinn „Innskráning“, sem er efst í hægra horninu. Við nýskráningu þarf að skrá inn kennitölu, netfang og sveitarfélag. Annað kemur sjálfkrafa frá Facebook, ef sá möguleiki er notaður (gott að ganga úr skugga um hvort netfangið þitt er rétt skráð á Facebook).Eldri skráningar eru enn virkar og því óþarfi að nýskrá sig ef tekið var þátt árið 2014.

Eru gömul lið virk?
Hægt er að keppa í sömu liðum og seinast. Vilji fólk eyða liðum má senda póst á allirlesa@allirlesa.is. Einnig er hægt að breyta nafni liðs og skipta út liðsmönnum. Ekki er hægt að skipta um liðsstjóra. Þá verður nýr liðsstjóri að stofna nýtt lið.

Má vera í mörgum liðum?
Já, hægt er að keppa í fleiri en einu liði.

Hvað verður um lesturinn frá því síðast?
Lestur á tímabilinu 22.01-21.02 skráist í keppnina 2016. Gamall lestur eyðist ekki út en er falinn á meðan keppninni stendur. 
 
Er vefurinn bara fyrir liðakeppnina?
Nei, þú getur skráð inn lestur allt árið. Allir lesa er þín persónulega lestrardagbók og getur verið mjög fróðlegt verkfæri til að sjá hvernig þitt lestrarmynstur lítur út.

Hverjir sjá það sem ég skrái?
Þú sérð það bara sjálf/sjálfur. Allar upplýsingar í lestrardagbókinni eru dulkóðaðar og einungis aðgengilegar viðkomandi notanda, nema þú ákveðir að deila því sjálf/ur á samfélagsmiðlum. Ef þú ert í liði sér liðsstjórinn hvað þú lest.

Má skrá lestur aftur í tímann?
Já, það má skrá lestur aftur í tímann í þína eigin lestrardagbók. Liðakeppnin er hins vegar á tímabilinu frá 22. janúar til 21. febrúar 2016, og er einungis það sem er lesið á því tímabili gilt í keppninni.

Um hvað er keppt?
Allir lesa er landsleikur í lestri þar sem hópar skrá sig til leiks og keppast um að verja sem mestum tíma í lestur. Það er tíminn sem fer í lestur sem gildir, ekki blaðsíðufjöldi.

Hvað má lesa?
Allur bóklestur er tekinn gildur, hvort sem það eru skáldverk, fræðibækur, myndasögur eða hvað annað. Ekki skiptir máli á hvaða formi bækurnar eru – pappírsbækur, rafbækur og hljóðbækur hafa jafn mikið vægi. Einnig getur þú skráð þann tíma sem þú verð í að lesa fyrir aðra.

Í hvaða flokkum er keppt?
Keppnisflokkarnir eru þrír:

·    Vinnustaðaflokkur
·    Skólaflokkur
·    Opinn flokkur

Hvernig skrái ég mig í lið?
Best er að athuga fyrst innan vinnustaðar eða skóla hvort einhverjir hafi þegar skráð sig til leiks og ef svo er getur þú bæst í hópinn með þeim. Ef enginn hefur skráð sig til leiks getur þú tekið að þér að vera liðsstjóri og hvatt þína samstarfsmenn til þess að taka þátt. Til þess að skrá þig til leiks, og jafnframt liðið, smellir þú á „Innskráning“ efst í hægra horninu. Fyrst stofnar þú aðgang fyrir þig og síðan stofnar þú liðið. Því næst fyllir þú inn þær upplýsingar sem beðið er um og vistar.

Hver liðsmaður skráir sig svo á vefinn og í liðið eða liðsstjórinn skráir inn liðsmenn.

Getur liðsstjóri skráð lestur fyrir liðið sitt?
Já, hann getur það, en hver og einn liðsmaður getur líka skráð eigin lestur í liðinu.

Geta nemendur sjálfir skráð eigin lestur?
Já, allir nemendur geta skráð lestur sinn eins og allir aðrir sem taka þátt, hafi þeir aðgang að netinu.

Get ég skráð þann tíma sem ég les fyrir barnið mitt?
Já, það má skrá allan þann tíma sem maður les fyrir aðra, og sömuleiðis þann tíma sem maður hlustar á aðra lesa. Það er því tilvalið að fólk lesi hvert fyrir annað - nokkurs konar baðstofulestur. 

Hvernig er liðum raðað í sæti?
Keppt er um lengsta tímann sem fer í lestur, hlutfallslega miða við heildarfjölda liðsmanna. Ef smellt er á „Staða“ birtast allir flokkarnir og undir hverjum flokki efstu liðin hverju sinni. Til að skoða öll lið í hverjum flokki skal smella á “Sjá allt”. Heildartími er meðaltal þess tíma sem liðsmenn hafa varið í lestur, deilt með fjölda í liðinu.

Hve fjölmenn mega lið vera?
Lið skipast í flokka eftir stærð:

 •  3-9 liðsmenn
 • 10-29 liðsmenn
 • 30-50 liðsmenn 
Leikreglur eru fáar og einfaldar og við treystum því að þátttakendur séu heiðarlegir í sinni skráningu.

Hafðu samband

Leikreglur ALLIR LESA

Liðakeppni (landsleikurinn) stendur frá  22. janúar - 21. febrúar 2016. Skráning liða hefst á vefnum 15. janúar. Lestrardagbókin þín verður opin áfram þegar leik lýkur, en þar getur þú skráð þinn lestur og haldið eigin lestardagbók árið um kring. 

Hverjir mega taka þátt?

Allir lesa er fyrir alla og þess vegna er öllum frjálst að taka þátt.

Hvaða bækur má skrá?

Það skiptir engu máli hvað þú ert að lesa, hvort sem það eru ljóð, sögur, fræðibækur, leiðbeiningar, skýrslur eða eitthvað annað til gagns eða gamans - allur lestur er gjaldgengur. Það skiptir heldur ekki máli af hvaða miðli þú lest, þú getur skráð prentaðan texta jafnt sem rafbækur og hljóðbækur, á hvaða tungumáli sem er. Leiknum er ætlað að hvetja til lesturs á bókum (raf/ hljóð eða prentuðum) því  er lestur á vefsíðum, dagblöðum og sambærilegu efni ekki skráð inn í minn lestur. 

Hverjir geta tekið þátt í landsleiknum?

Allir geta tekið þátt í landsleiknum. Stofnaðu lið (3-50 liðsmenn) með fjölskyldunni, vinunum, bekknum, vinnufélögunum  eða með hverjum sem er. Þú getur líka ákveðið að stofna hóp í kringum eitthvað sem þú hefur sérstakan áhuga á, svo sem uppáhaldsbækur, kvikmyndir, tónlist, ferðalög, mat eða hvað annað sem er. 

Leiktu með

Hér fyrir neðan getur þú fundið skemmtilegt efni og skráningarblöð sem hægt er að prenta út og hengja upp á t.d. kaffistofunni eða nýta í tengslum við Allir lesa - landsleik í lestri.

Hér er veggspjald

Hér er skráningarblað

Hér er viðurkenningarskjal - lið

Hvernig virkjum við liðið okkar

Next
Next

Lestur eftir aldri

 1. 0-15 ára - 39.747,8 klst
 2. 16-29 ára - 12.798,5 klst
 3. 30-39 ára - 16.392,1 klst
 4. 40-49 ára - 24.237,7 klst
 5. 50-59 ára - 23.431,2 klst
 6. 60-69 ára - 13.686,7 klst
 7. 70+ ára - 5.234,6 klst
Next

Hvað lesum við?

 1. Skáldsögur - 46.498,6 klst
 2. Barnabækur - 32.823,9 klst
 3. Spennusögur - 18.053,1 klst
 4. Annað - 14.600,3 klst
 5. Fræðibækur - 9.739,8 klst
 6. Ævisögur - 6.594,4 klst
Sjá meira
Next